Vegna viðhaldsvinnu verða Múlagöng lokuð frá og með sunnudeginum 26. maí frá kl. 20:00 til kl. 06:00 og næstu nætur þar á eftir.

Uppsafnaðri umferð verður hleypt í gegn kl. 22:00, 24:00, og 03:00.

Neyðarakstri verður hleypt í gegn á öllum tímum í samráði við Vaktstöð Vegagerðarinnar.