Vakin er athygli á því að á Sauðárkróki eru tveir losunarstaðir fyrir garðúrgang sem gegna sitthvoru hlutverkinu.

Jarðvegstippur við Borgargerði, sunnan við hundagerðið (grænn punktur á mynd)
Þangað fer einungis almennur garðúrgangur:
Smærri trjágreinar
Jarðvegur
Gras/hey
Gránumóar (rauður punktur á mynd)
Þangað fer eftirfarandi úrgangur:
Stærri trjágreinar
Tré
Steypuafgangar
Hellur
Flísar o.þ.h.
Allur annar úrgangur fer sem áður í Flokku.