Frá og með deginum í dag 20. mars 2020 verður lokað fyrir lúgur á girðingu Hirðu í Húnaþingi vestra.
Um er að ræða lúgur fyrir endurvinnsluefni og heimilissorp. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða til að vernda bæði notendur og starfsmenn á meðan veirufaraldurinn gengur yfir.
Á opnunartíma Hirðu er hægt að koma með allan úrgang. Inni á planinu eru tveir pressugámar annars vegar fyrir pappa/pappír og hins vegar fyrir plastumbúðir og geta notendur hent því flokkaða beint í gámana.
Starfsmenn Hirðu munu lágmarka nærveru við viðskiptavini eins og kostur er og mun því þjónustan við aðstoð inni á vellinum skerðast á meðan neyðarstig vegna COVID-19 er í gildi.
Opnunartími Hirðu:
Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14:00-17:00
Laugardaga frá kl. 11:00-15:00
Mynd/Húnaþing vestra