Í dag, sunnudaginn 25. ágúst kl. 11.00, verður farið í Gamansagangöngu um miðbæ Siglufjarðar. Þar verða sagðar siglfirskar gamansögur á vettvangi og tekur gangan um klukkustund.

Þessi ganga sló rækilega í gegn á Síldarævintýrinu og verður boðið upp á hana reglulega næstu misserin.

Þátttökugjald er 1.000 kr.

Mæting við Ljóðasetrið kl. 11.00 í dag. Þórarinn Hannesson leiðir gönguna.