Fullyrt er á fotbolti.net að KF sé komið upp í aðra deild og að þrjár umferðir eftir. Það eru fjórar umferðir eftir og verður toppslagur í Ólafsfirði um næstu helgi þar sem KF tekur á móti Kórdrengjum sem eru efstir í deildinni.

Á fotbolti.net segir að KF sé búið að tryggja sig upp í 2. deildina næsta sumar ásamt Kórdrengjum en liðin rúlluðu yfir 3. deildina í ár.

KF er í öðru sæti, með níu stiga forskot á KV, þegar þrjár umferðir eru eftir af sumrinu. KF lagði Hött/Huginn að velli í afar spennandi leik í gær.

Alexander Már Þorláksson skoraði tvennu fyrir KF en Ivan Bubalo jafnaði á 70. mínútu og var staðan þá orðin 3-3.

Grétar Áki Bergsson náði að pota inn sigurmarkinu skömmu síðar og mikilvæg þrjú stig komin í hús.

Höttur/Huginn 3 – 4 KF
0-1 Alexander Már Þorláksson (’14, víti)
0-2 Aksentije Milisic (’34)
1-2 Rúnar Freyr Þórhallsson (’40)
1-3 Alexander Már Þorláksson (’58)
2-3 Knut Erik Myklebust (’65)
3-3 Ivan Bubalo (’70)
3-4 Grétar Áki Bergsson (’73)

Skjáskot/fotbolti.net

Heimild: fotbolti.net
Mynd:Guðný Ágústsdóttir

Frétt uppfærð