FM TRÖLLI OG TRÖLLI.IS ÆTLA AÐ TILNEFNA MANN EÐA FÉLAGASAMTÖK ÁRSINS 2019.
Annað árið í röð býður Trölli.is lesendum sínum upp á að velja mann eða félagasamtök ársins á Siglufirði annars vegar og maður eða félagasamtök ársins í Ólafsfirði hins vegar.
Þátttakan í fyrra var mjög góð og mæltist þessi tilnefning vel fyrir. Lesendur Trölla.is kusu Anitu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafns Íslands sem mann ársins á Siglufirði og Idu Semey kennara og rekstraraðila Kaffi Klöru í Ólafsfirði sem mann ársins í Ólafsfirði.
Íbúum Fjallabyggðar býðst tækifæri til að tilnefna einstakling eða félagasamtök sem hafa staðið sig einkar vel fyrir bæinn þinn, gert góðverk eða framið gjörning sem kallar á að fá tilnefninguna maður eða félagasamtök ársins 2019 í Ólafsfirði eða á Siglufirði? Þessir einstaklingar eða félagasamtök verða að búa og starfa í Fjallabyggð.
Tilkynnt verður hverjir verða fyrir valinu á FM Trölla í þættinum Tíu Dropum sunnudaginn 29. desember, einnig mun það birtast á vefnum Trölli.is.
Ykkur gefst kostur á að senda ábendingar um mann eða félagasamtök ársins hér fyrir neðan.
Sjá eldri fréttir: Ida Semey maður ársins 2018 í Ólafsfirði og Anita Elefsen maður ársins 2018 á Siglufirði
Mynd: pixabay