Ísfirðingurinn Þormóður Eiríksson var í “‘Ísland í dag” þann 9. desember s.l. en það eru líklega ekki allir sem átta sig á að hann á ættir að rekja til Siglufjarðar.

Þormóður sem er aðeins 23 ára gamall, er sonur Eiríks Sverris Björnssonar sem er svo aftur sonur Bjössa Birgis og Álfhildar Þormóðsdóttur.

Þormóður sem ber nafn langafa síns Þormóðs Runólfssonar, er án vafa einn heitasti tónlistarmaður þjóðarinnar um þessar mundir þrátt fyrir að láta lítið fara fyrir sér, en hann er maðurinn á bak við vinsælustu lög Jóa P. og Króla, Hr. Hnetusmjörs og Huginns svo dæmi sé tekið.

https://www.visir.is/k/962a904e-5f14-4a6c-8452-3ee7f2997d38-1575919732961

Forsíðumyndin er skjáskot úr þættinum “Ísland í dag”