Í dag miðvikudaginn 13. júní var 164. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar haldinn í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Málefnasamningur meirihlutans, D lista og I lista í Fjallabyggð var kynntur á fundinum.
Kosið var í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum, Gunnar Birgisson verður áfram bæjarstjóri, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar.

Gunnar Birgisson var endurráðinn sem bæjarstjóri Fjallabyggðar

Tómas Atli Einarsson og Nanna Árnadóttir ánægð með gerðan samning

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar

Særún Hlín Laufeyjardóttir og Jón Valgeir Baldursson H-lista sátu hjá við ráðningu bæjarstjóra
Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir