Góðar fyrirmyndir eru mikilvægar í íþróttunum sem öðrum kimum mannlífsins segir á facebooksíðu Frétta- og fræðslusíðu UÍF.

Elja og dugnaður Magnúsar Eiríkssonar gönguskíðakappa ættu að vera okkur öllum til hvatningar sama á hvaða aldri við erum.

Hann er á 74. aldursári en lét það ekki stoppa sig að klára sína 29. Vasagöngu á dögunum.

Ekki nóg með það heldur gerði hann það með miklum sóma og varð 7. í flokki 70 – 74 ára og bætti sig um 350 sæti frá fyrra ári. Í heildarkeppninni endaði hann í sæti 3055.

Magnús Eiríksson gönguskíðakappi

Myndir/Guðrún Pálsdóttir