Í gær fimmtudaginn 2. júní 2022 var 216. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar haldinn.

Málefnasamningur meirihlutans, A-listi Jafnaðarfólks og óháðra og D- listi Sjálfstæðisflokks var kynntur á fundinum.

Kosið var í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum. Forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður S. Guðrún Hauksdóttir (D) og formaður bæjarráðs verður Guðjón M. Ólafsson (A).

Nýr bæjarstjóri í Fjallabyggð verður ráðinn með auglýsingu í gegnum ráðningarstofu.