Fyrstu lög um málefni fatlaðra urðu þannig tilkomin hér á Íslandi, að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu á sínu 31. alsherjarþingi að árið 1981 skyldi vera alþjóðlegt ár fatlaðra.
Í þeim enska texta las drengur að: „Orðið fatlaður á við hvern þann mann sem er ófær um að einhverju eða öllu leyti, eða á erfitt með að tryggja sér sjálfur nauðsynjar eða eðlilegan einstaklings lífsmáta eða viðurværi, vegna einhvers ágalla síns, andlegs eða líkamlegs ,hvort sem hann er meðfæddur eða áunnin.“
Í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er notað orðið öryrki samanber 76. gr.
- Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar eða sambærilegra atvika.
- Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
- Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.
Kjörorð alþjóðaárs fatlaðra voru þá: FULLKOMIN ÞÁTTTAKA OG JAFNRÉTTI .
Félagsmálaráðherra hafði skipað nefnd til að samræma aðgerðir á Íslandi, vegna alþjóðaársins, svonefnda ALFA-nefnd.
Samræma átti stefnu allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna. ALFA er stytting úr Alþjóðaár Fatlaðra.
Með skipun nefndarinnar er leitast við að tengja saman aðgerðir opinberra aðila og samtaka fatlaðra svo sem Sjálfsbjargar.
Samtök Fatlaðra héldu fund með hraði í Hátúni 12, 105 Reykjavík sem fékk nafnið Neyðarfundur.
Þar voru þau í framboði:
- Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðingur og formaður Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra,
- Ólöf Ríkarðsdóttir félagsmálastjóri Sjálfsbjargar,
- Viðar Jóhannsson tónlistar og íþróttamaður frá Siglufirði.
Nefndarmönnum frá Félagsmálaráðuneyti, Heilbrigðisráðuneyti, og Menntamálaráðuneyti, sem og fulltrúa fatlaðra var afhent afrit af erindi á ensku frá Sameinuðu þjóðunum. Fjallaði erindið um hvernig skyldi þróa og vinna þessi mál til framtíðar.
„Semja skyldi lög um málefni fatlaðra, eða endurskoða þágildandi lög ef þurfa þætti, með það að markmiði, að færa alla nærþjónustu og málaflokka í kjördæmin, og svo sveitarfélögin sem allra, allra, fyrst.“
Stuttu síðar stoppaði splunkunýr lögreglubíll fyrir framan húsið hjá foreldrum Viðars. Út komu tveir lögregluþjónar. Það voru þeir Ólafur og Gunnar. Þeir sögðu dreng að hann ætti að mæta í Siglufjarðarþinghá á morgun klukkan tvö. Hann ætti svo að láta líta þannig út að hann hafi sjálfur pantað tímann þar.
Drengurinn varð drulluhræddur. Mætti hann þó seint og síðar meir til að athuga hvað væri á seyði, en hann vissi ekki til þess að hafa gert neitt af sér nýverið.
Þarna sat Elías Í Elíasson Sýslumaður. Bauð hann drenginn velkominn. Kvaðst hann hafa verið beðinn um að tala við hann. Það væri fyrir hönd Sýslumannafélagins á Íslandi og einnig nefnda sem hefðu með endurskoðanir á lögum Alþingis að gera.
Þarna voru drengnum lagðar lífsreglurnar í samskiptum við stjórnvöld. Þetta reyndist honum vel síðar meir. Einnig var farið yfir þáverandi markmið laga, um sveitastjórnamál og lög um Almannatryggingar o.s.frv. Drengur var líka varaður við því að nýtt fólk, inn í nýtt kerfi, gæti skaðað þjóðfélagið með niðurrifsstarfsemi sinni eða vanþekkingu.
Sýslumaður á hverjum stað var þá umboðsmaður fyrir Tryggingastofnun ríkisins.
Fleira fólk kom að þessum málum frá Siglufirði til aðstoðar drengnum. Svo sem:
- frú Valey Jónasdóttir kennari og formaður Sjálfsbjargar Siglufirði
- og að sjálfsögðu Jón Dýrfjörð framkvæmdastjóri vélaverkstæðis Jóns & Erlings á Siglufirði.
Þegar Elías Í Elíasson Sýslumaður flutti frá Siglufirði til Akureyrar sat hann meðal annars í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra, stjórn Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og var um tíma framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Eyjafjarðar. Hann var einnig í stjórn Sýslumannafélags Íslands. Þá sat hann einnig í nokkrum nefndum er unnu að endurskoðun ýmissa laga.
Þar sem snjómokstri var hagað þannig þá, að Holtavörðuheiði var mokuð þrisvar í viku en Mánárskriður tvisvar, var erfitt að komast klakklaust fram og til baka vegna starfsins. Var því starfinu sagt lausu þegar 25% verksins voru eftir. Auk þess að önnur tímafrek störf voru í húfi. Snjómokstri var svo breytt fljótlega eftir þetta.
Drengurinn fékk aldrei ferðakostnað borgaðan fyrir sína vinnu í ráðuneytinu, né nefndarkaup hjá Sjálfsbjörg landssambandi fatlaðra. Heldur ekki enn þann dag í dag verið þakkað fyrir unnin störf í málefnum fatlaðra.
Í dag er aðallega skoðaður SAMNINGUR UM RÉTTINDI FATLAÐS FÓLKS frá Sameinuðu þjóðunum og unnið að löggildingu þeirra, eða Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samanber: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018038.html
Grein eftir: Viðar Jóhannsson