María Petra Björnsdóttir á Ólafsfirði er að fara að gefa út litla bók fyrir börn um mikilvægi þess að borða hollan mat.
Í kynningu á feisbók hennar segir m.a. “Ég hef lengi haft mikinn áhuga á góðri næringu, lagt áherslu á að kynna börnin mín fyrir henni og af hverju við reynum yfirleitt að velja góðan og hollan mat án þess að tala illa eða neikvætt um lakari næringu því við viljum jú öll stundum fá okkur skyndibita, nammi, snakk, gos og njóta þess án þess að fá samviskubit yfir því.
Fyrr á þessu ári kviknaði sú hugmynd hjá mér að setja saman í litla bók upplýsingar, á einföldu máli, um það af hverju við og börnin okkar ættum að velja góða næringu. Í framhaldi af því kom ég mér í samband við æðislegan grafískan hönnuð sem teiknaði upp myndir fyrir mig eftir mínum hugmyndum – og eins og glöggir sjá eru persónurnar gerðar í anda barnanna minna.”
Bókin er nú að fara í prentun og hana er hægt að panta hjá Maríu Petru á feisbókarsíðu hennar.
Myndir/ aðsendar