Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar heimsækir listamenn og söfn í Ólafsfirði og á Siglufirði, að þessu sinni var Pálshús fyrir valinu.
Þeir Þorsteinn Ásgeirsson og Björn Þór Ólafsson forsvarsmenn Pálshúss og upphafsmenn uppbyggingu safnsins tóku vel á móti hópnum og kynntu þeir starfsemina allt frá því fyrsta ákvörðun um uppbyggingu hússins hófst og til dagsins í dag ásamt því að fara yfir framtíðaráform um rekstur hússins.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar þeim Steina og Birni fyrir móttökurnar.
Á síðasta fundi heimsótti nefndin Ljóðasetur Íslands þar sem Þórarinn Hannesson tók á móti nefndinni og fræddi um setrið og starfsemina.
Markaðs- og menningarnefnd hefur í hyggju að heimsækja söfn og listamenn með reglulegum hætti á kjörtímabilinu.


Myndir/Fjallabyggð