Lögð var fram aðgerðaráætlun auglýsingastofunnar Pipars/TBWA á 661.fundi bæjarráðs Fjallabyggðar varðandi markaðsherferð sveitarfélagsins í atvinnu- og íbúaþróun.

Einnig var þar lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna kynningarherferðar fyrir ferðamenn sem nú er komin í kynningu.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við auglýsingastofuna Pipar/TBWA vegna markaðsherferðar sveitarfélagsins í atvinnu- og íbúaþróun og felur deildarstjóra að vinna málið áfram.