McDonalds möffins með Dumle (uppskriftin gefur 12 stór möffins)

  • 130 g brætt smjör
  • 2 dl sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanillusykur
  • 5 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • smá salt
  • 1 ½ dl kakó
  • 1 ¾ dl súrmjólk
  • 75 g grófhakkað dökkt súkkulaði
  • 75 g grófhakkað rjómasúkkulaði
  • 20 Dumle karamellur, grófhakkaðar

Hitið ofninn í 200° og raðið 12 möffinsformum á ofnplötu (best er þó að setja þau í möffinskökuform sé það til).

Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, vanillusykri, kakói og salti í skál.

Hrærið brædda smjörið, súrmjólk, sykur og egg saman í annari skál. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið saman í slétt deig. Hrærið ¾ af hakkaða súkkulaðinu og helmingnum af Dumle karamellunum í deigið. Setjið deigið í möffinsformin og stráið því sem eftir var af súkkulaðinu og Dumle karamellunum yfir. Bakið í miðjum ofni í 15-18 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit