Kaupfélag Skagfirðinga með 3,3 milljarða hagnað árið 2024

Í frétt sem birtist á vef Feykis, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS), kemur fram að félagið hafi skilað 3,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2024. Rekstrartekjur námu 55 milljörðum króna, sem er tveimur milljörðum meira en árið áður.

Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Miðgarði á Varmahlíð þann 10. apríl 2025, kom fram að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði hafi verið 7,4 milljarðar króna – tæplega einum milljarði minni en árið 2023, sem var besta rekstrarár í sögu félagsins.

KS rekur fjölbreytta starfsemi í sjávarútvegi og landbúnaði og á meðal annars dótturfélögin FISK Seafood og Bústólpa. Félagið hefur einnig fest kaup á fyrirtækjum á borð við Gunnars majónes, Kjarnafæði Norðlenska og ísframleiðandann Gleðipinna. KS er jafnframt stór hluthafi í Morgunblaðinu.