Biskup Íslands verður með skrifstofu sína á Norðurlandi næstu daga.
Föstudaginn 24. janúar verður boðið upp á viðtalstíma í safnaðarheimili Húsavíkurkirkju, Bjarnahúsi, Garðsbraut 11. Tekið er við bókunum á netfanginu, biskup@kirkjan.is.
Laugardaginn 25. janúar verður opinn súpufundur í safnaðarheimili Glerárkirkju milli kl. 12 og 14.
Á sunnudaginn verður biskup svo við messu í Húsavíkurkirkju kl. 11 og í Neskirkju kl. 14.
Við vonumst til að hitta sem flest fólk því að allir viðburðirnir eru opnir.