Tónlistamaðurinn Þorsteinn Einarsson sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu 27. September, Love After Death.
Þorsteinn eða Steini Hjálmur hefur verið afkastamikill laga og textahöfundur síðustu tuttugu árin og þá sérstaklega með hljómsveit sinni, reggísveitinni Hjálmum. Nú gefur hann út undir listamannsnafninu Meddi Sinn, en það er tenging við afa hans Einar Metúsalem — sem var jafnan kallaður Meddi.
Platan inniheldur 8 lög eftir Þorstein, sem eru tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Honum til halds og trausts eru upptökustjórinn Guðmundur Kristinn Jónsson, félagi hans úr Hjálmum, bróðir hans Ásgeir Trausti Einarsson, Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og Ryan Stigmon á banjó og fetilgítar.
Fyrsta lagið er þegar komið út og heitir „Get back on the horse“, en það er eins og önnur lög plötunnar undir sterkum áhrifum frá kántríi og bandarískri söngvaskáldahefð.
Lagið er í spilun á FM Trölla.
— — —
Hljóðritað í Hljóðrita í Hafnarfirði
Upptökustjórn: Guðmundur Kristinn Jónsson,
Ásgeir Trausti Einarsson og Þorsteinn Einarsson
Hljóðblöndun: Guðmundur Kristinn Jónsson
Lagið á Spotify