Á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is má finna að Miðfjarðará er aflahæst laxveiðiáa í Húnavatnssýslum það sem af er sumri með 109 laxa.

Blanda kemur þar á eftir með 75 laxa, þá Víðidalsá á með 63 laxa og svo Laxá á Ásum með 60 laxa. Veiðst hafa 32 laxar úr Vatnsdalsá og átta úr Hrútafjarðará. Samtals eru þetta 347 laxar en á sama tíma í fyrra höfðust veiðst 294 laxar.

Þá höfðu veiðst 110 laxar í Miðfjarðará, 64 í Blöndu, 32 í Víðidalsá, 45 í Laxá á Ásum, 35 í Vatnsdalsá og átta í Hrútafjarðará.

Á landsvísu hefur veiðst mest við Urriðafoss í ÞJórsá, 451 lax á fjórar stangir. Í öðru sæti er Þverá-Kjarrá með 381 lax á 14 stangir, þá Norðurá með 338 laxa á 12 stangir og svo Ytri Rangá með 207 laxa á 16 stangir.


Mynd: Pixabay