28 krakkar eru að byggja kofa í boði sveitarfélagsins, Skíðafélag Siglufjarðar hefur umsjón með verkefninu.
Unnið er þessa viku og fram á fimmtudaginn í næstu viku.
Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt og hratt hefur gengið á efniviðinn, ef einhver þarf að losa sig við mótatimbur þá eru not fyrir það vestan við mjölhúsið.






Kofabyggðin er í boði Fjallabyggðar og var auglýst innan íþróttafélaganna í Fjallabyggð eftir aðilum til að taka að sér umsjón verkefnisins sem fjáröflunarverkefni.
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg er með umsjón kofabyggðarinnar á Siglufirði og Hestamannafélagið í Ólafsfirði með umsjón í Ólafsfirði.
Eins og myndirnar sem Hjalti Gunnarsson tók sýna, ríkja bæði áhugi og gleði hjá börnunum.
Myndir/Hjalti Gunnarsson