Í gær varð sú nýbreytni að bæjarstjórnarfundur Fjallabyggðar var sendur út beint. Ekki bjuggust allir við mikilli hlustun á útsendinguna, en það kom á óvart hve margir hlustuðu.
Þar sem þetta var eingöngu sent út á vefnum var hægt að mæla hlustunina, en eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af mælingu Modernus voru viðtökurnar góðar.
Trölli.is og Fjallabyggð hafa gert samkomulag um að fundirnir verði framvegis sendir út beint á vefnum trolli.is. Vefurinn tekur á sig allan kostnað og vinnu við útsendingarnar. Bæjarráð Fjallabyggðar setti það skilyrði fyrir samkomulaginu, að ekki yrði send út mynd, aðeins hljóð, og upptökurnar ekki aðgengilegar almenningi.

Gunnar Smári Helgason sá um beina útsendingu Trölla.is

.

.

.

.

.

.

.

.

.