Svifryksmengun mælist í gær langt yfir heilsuverndarmörkum í gær, en unnið er að því að rykbinda og vonast til að ástandið lagist.
Ekki er spáð úrkomu næstu daga og því er eina ráðið að rykbinda og þvo göturnar.
Íbúar eru hvattir til þess að draga úr akstri eins og kostur er, til dæmis með því að nýta sér almenningssamgöngur, sameinast í bíla, hjóla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta.
Aldraðir, börn og fólk sem þolir illa álag á öndunarfæri ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni fjölfarinna umferðagatna.
Hægt er að fylgjast með mælingum á styrk svifryks og annarra mengunarefna við Strandgötu á vefnum loftgæði.is.