Umsóknarferli um parhúsalóðir í Nestúni (16, 18, 22 og 24) á Sauðárkróki og lóðir við Birkimel í Varmahlíð lauk þann 15.09.2022.

Mikill áhugi var á lóðunum og margir umsækjendur um hverja lóð. Í samræmi við úthlutunarreglur hefst nú undirbúningsferli skipulagsfulltrúa fyrir úthlutun þar sem draga þarf á milli umsækjenda.

Nánari tímasetning útdráttar verður auglýst síðar og umsækjendum boðið að vera viðstödd útdrátt.