Í vor kvaddi Jón Þorsteinsson söngvari og söngkennari.
Um sama leyti var Lichtenbergfélagið á Íslandi stofnað og er markmið þess að standa fyrir námskeiðahaldi og efla samstarf milli söngkennara og kennslustofnana.
Félagið heldur minningartónleika í Háteigskirkju miðvikudaginn 18. september kl. 20.00. Meðal þeirra sem fram koma eru Eyjólfur Eyjólfsson, Hlín Pétursdóttir Behrens, Hugi Jónsson, Magnea Tómasdóttir, Margrét Hrafnsdóttir, Martin Landzettel, Ólöf Sigursveinsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir.
Píanóleikarar eru Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson, Bjartur Logi Guðnason leikur á orgel og stjórnandi er Hákon Leifsson. Þorvaldur Kristinsson flytur ávarp.
Á efnisskránni eru sálmalög, kirkjutónlist og einsöngslög sem flest tengjast Jóni og minningum okkar um hann með einhverjum hætti.
Aðgangseyrir, kr. 2.000, rennur til félagsins og einnig er tekið er á móti framlögum til starfsins.
Mynd/af facebooksíðu viðburðarins