á 17. fundi Stýrihóps um heilsueflandi samfélags í Fjallabyggð var ákveðið að birta auglýsingu með hvatningarorðum til fyrirtækja og vinnustaða í Fjallabyggð um að hlúa að heilsueflingu starfsmanna sinna.

Einnig ákvað stýrihópurinn að leita til íbúa Fjallabyggðar eftir hugmyndum um heilsueflingu sem stýrihópurinn gæti unnið út frá.

Stýrihópurinn hefur mikinn áhuga á að leita leiða til að koma upp skautasvellum í sveitarfélaginu næsta haust.