Í mars 2017 voru 76 án atvinnu í Fjallabyggð, 48 karlar og 28 konur. Atvinnuleysistölur fyrir mars 2018 sýnir að atvinnuleysi er í rénum og voru þá skráðir atvinnulausir 42, 25 karlar og 17 konur. Atvinnuleysi í Fjallabyggð mælist 3,7% en var 4,4% í lok febrúar. Í Fjallabyggð eru 1099 manns á vinnumarkaði.
Á vef Vinnumálastofnunar eru aðrar tölfræðilega upplýsingar um aldur, atvinnugrein og starfsgrein, sem og aðrar upplýsingar þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá.
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir