Farið yfir ýmis mál sem eru í brennidepli í grunnskóla Fjallabyggðar á 132. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar
Undir þeim lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum.
Skólastjóri fór yfir ýmis skólamál m.a. húsnæðismál þar sem mjög þröngt er um skólastarf í báðum skólahúsum, Í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Nemendur í skólanum eru nú ríflega 220 í skólanum og er útlit fyrir fjölgun nemenda á næstu skólaárum.