Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos

  • 2 egg
  • 1 ½ dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 msk kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 75 g smjör, brætt
  • 3/4 dl mjólk
  • 2  1/4 dl hveiti

Glassúr

  • 1 ½ msk vanillusykur
  • 3 dl flórsykur
  • 35 g smjör, brætt
  • 2-4 msk vatn

Til að strá yfir kökuna

  • kókosmjöl

Hitið ofninn í 180°. Hrærið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið hinum hráefnunum saman við og hrærið snögglega saman í deig. Passið að hræra ekki of lengi því þá er hætta á að kakan verði þung í sér og seig. Setjið deigið í smurt form (um 24 cm í þvermál) og bakið kökuna í 15-20 mínútur, eða þar til prjóni sem er stungið í kökuna kemur hreinn upp.

Glassúr: Hrærið öllum hráefnum saman í skál. Notið vatnið til að ná réttri áferð og þykkt á glassúrnum.

Þegar kakan hefur kólnað þá er glassúrinn settur yfir hana og kókosmjöl stráð strax yfir glassúrinn.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit