Moli er bröndóttur köttur, nokkuð stór og með bláa ól með bláu merki (ef hann hefur ekki týnt ólinni).

Hann sást síðast á Hlíðarvegi 37, Siglufirði. Ef þú hefur séð hann máttu endilega láta vita í síma 698-4087 (Þórir) eða 659-1143 (Lýdía).

Mögulegt er að hann hafi komist einhversstaðar inn og er fólk vinsamlega beðið að líta eftir honum í skúrum eða öðrum stöðum þar sem hann hefur mögulega komist inn.
GÓÐ FUNDARLAUN Í BOÐI.

Fyrir nokkru síðan birti trolli.is fréttir af læðunni Skriðu á Hvammstanga sem var týnd í rúmlega hálfan mánuð, en kom svo sjálf heim horuð og óhrein, eftir að hafa lokast inni einhversstaðar sem enn er ekki vitað hvar var.

Eigandi Skriðu sagði í samtali við Trölla, á sínum tíma, að kettir eru ótrúlega lífseigir og vill hvetja fólk, sem lendir í því að kötturinn þeirra týnist, að gefa ekki upp vonina því lengi er von til þess að kisa skili sér.

Hægt er að fá tiltölulega ódýr GPS tæki sem setja má á dýrin, og þannig má alltaf sjá hvar þau halda sig. Engar persónuverndarhömlur þar.

Vonandi finnst Moli sem fyrst.