Mongolian beef
- 500 g nautakjöt, skorið í bita
- ⅛ bolli kornsterkja (maizena mjöl)
- ½ msk sesam olía
- ½ msk canola eða grænmetisolía
- 3 hvítlauksrif, pressuð
- 1 tsk engifer, fínrifið
- ½ bolli sojasósa
- ½ bolli vatn
- ¾ bolli púðursykur
- olía til að steikja í
- vorlaukur til að skreyta með (má sleppa)
Veltið nautakjötinu upp úr maizena mjölinu (gott að setja saman í poka og hrista vel) og látið standa í ísskáp í 10 mínútur. Á meðan er sósan gerð.
Hitið sesam og canola eða grænmetisolíu á pönnu. Bætið hvítlauki og engiferi á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur. Hrærið sojasósu, vatni og púðursykri saman við. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 2-3 mínútur. Takið af hitanum og leggið til hliðar.
Hitið olíu á djúpri pönnu (um 1 bolli eða 2,5 dl er passlegt) og djúpsteikið nautakjötið. Passið að setja það í skömmtum á pönnuna, svo það sé ekki of mikið kjöt á henni í einu. Brúnið kjötið á báðum hliðum, í um 1-2 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið úr olíunni og látið renna af því á eldhúspappír.
Setjið nautakjötið í sósuna og blandið vel saman. Látið suðuna koma aftur upp og sjóðið í 2-3 mínútur (sósan þykknar aðeins við þetta). Stráið vorlauk yfir og berið strax fram með hrísgrjónum.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit