Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum fjölmenntu og tóku þátt í alþjóðlegu Loftslagsverkfalli. Þetta er fjórði föstudagurinn í röð sem mótmælt er fyrir loftslagið.
Mótmælin fara samtímis fram víða um heim og voru grunnskólanemendur í Fjallabyggð engin undantekning. Talið er að verkfallið fari fram í yfir hundrað löndum í dag en verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, Greta er aðeins 15 ára gömul og hefur vakið mikla athygli fyrir mótmæli sín í þágu loftslagsmála.
Nemendur grunnskólans í Fjallabyggð gengu um miðbæinn á Siglufirði með kröfuspjöld, máli sínu til stuðnings og hrópuðu slagorð eins “við eru börn og framtíð okkar skiptir máli, minni mengun og óhæf ríkisstjórn”.

Hópurinn á leið til að mótmæla við Ráðhúsið

Það var kraftur og sannfæring í unga fólkinu

Gunnar Birgisson bæjarstjóri gaf ekki kost á myndatöku með ungmennunum

Framtíðin skiptir máli

Við erum að sleppa kennslu svo að við getum kennt ykkur

Stopp á mengun

Hvort er mikilvægara?

“Við eru börn og framtíð okkar skiptir máli”