Á 852. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar kemur fram að nefndin harmar það ástand sem komið er upp vegna þess að mygla greindist í húsnæði Frístundar við Eyrargötu 3.
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að óska eftir aðgerðaráætlun leigusala um hvernig húsnæðinu verði komið í viðunandi ástand fyrir næsta fund bæjarráðs.
Með fundarboði fylgir minnisblað frá Eflu vegna úttektar á Eyrargötu 3. Trölli.is hefur óskað eftir því við Fjallabyggð að fá minnisblað Eflu um ástand húsnæðis Frístundar Eyrargötu 3.