MTR býður upp á fjölmarga áfanga í myndlist og allir eru þeir í boði í fjarnámi. Það er því góð leið fyrir fólk sem hefur gengið með myndlistardrauma í maganum að skrá sig í myndlistaráfanga og spreyta sig á málun og teikningu.
Námið er þannig skipulagt að verkefnaskil eru vikulega og eftir hvert verkefni fá nemendur endurgjöf og góð ráð frá kennaranum. Á næstu önn eru fjórir myndlistaráfangar í boði. Áfangi í módelteikningu og portrettmálun eru á öðru þrepi og á þriðja þrepi eru tveir áfangar fyrir lengra komna nemendur. Annar fjallar um listamenn og listastefnur og hinn um fagurfræði, áræðni, ímyndunarafl og túlkun.
Myndlistarkennarar skólans eru Bergþór Morthens og Karólína Baldvinsdóttir. Bergþór býr og starfar í Gautaborg en kemur í skólann í byrjun og lok annarinnar. Þess á milli hittir hann staðnema í nærveru og er í sambandi við nemendur í gegn um netið. Karólína er listakona á Akureyri er í stjórn Myndlistarfélagsins og Gilfélagsins. Bæði eru þau starfandi myndlistarmenn og því vel tengd við samtímalistina og listaheiminn. Upplýsingar um fjarnám í MTR.
Mynd/Lára Stefánsdóttir