Ákveðið hefur verið að bjóða ungmennum fæddum 2004 – 2006 að koma í félagsmiðstöðina Neon föstudagskvöldið 18. nóvember kl. 20:30 – 22:30

Ef vel tekst til þá er ætlunin að opnanir verði reglulegar í vetur, einu sinni í mánuði til að byrja með.

Ætlast er til að ungmenni sýni húsnæði og starfsemi virðingu og gangi vel um. Þá er ekki leyfilegt að vera með vímugjafa af neinu tagi í eða við Neon, né vera undir áhrifum þeirra. Þetta á einnig við um rafrettur og munnpúða.

Byggjum saman upp skemmtilega félagsmiðstöð fyrir ungmenni á þessum aldri.