Stjórn Foreldrafélags Leikskála hafa árlega haldið myndlistarsýningu í Ráðhúsinu í Fjallabyggð. Vegna Covid-19 verður hún með breyttu sniði í ár.

Kom þá upp sú skemmtilega hugmynd að halda sýninguna víðsvegar í gluggum bæjarins. Listaverk barnanna verða til sölu og er þetta hluti af fjáröflun foreldrafélagsins.

Sýningin verður sett upp fimmtudaginn 22. október og verður uppi í viku.

Myndirnar verða sýnilegar á þessum stöðum:
Siglósport, Apótekið, Torgið, Pósthúsið, Snyrtistofa Hönnu, Ljóðasetur Íslands og Tadasana Yoga.

erk barnanna verða til sölu og er þetta hluti af fjáröflun foreldrafélagsins.

Markmiðið foreldafélagsins með þessu er að hvetja bæjarbúa út í göngutúr og skoða fallegar myndir eftir börnin á leikskólanum.