Meðalhiti á Akureyri í júlí var 13,5 stig, 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 2,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta var næsthlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga á Akureyri (mælt frá 1881), en þar var töluvert hlýrra í júlí 2021 (14,3 stig).
Meðalhiti á Akureyri í júlí var 13,5 stig, 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 2,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta var næsthlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga á Akureyri (mælt frá 1881), en þar var töluvert hlýrra í júlí 2021 (14,3 stig).
Á Akureyri mældist úrkoman 30,4 mm sem er 90% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020.
Mun sólríkara var á Akureyri en í Reykjavík. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 141,3 sem er 41,9 stundum undir meðallagi en á Akureyri mældust 185,6 sólskinsstundir sem er 33,1 stundu yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.