Lagt var fram að nýju á 285. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar mál er varðar lausagöngu katta í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Þar var lagt fram minnisblað tæknideildar frá 28. apríl 2022 ásamt tillögum fráfarandi nefndarmanna.
Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu á samþykkt Fjallabyggðar um kattahald.

  1. gr. er svohljóðandi í dag:
    Tillit til fuglalífs á varptíma:
    Eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra.
  2. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu:
    Tillit til fuglalífs á varptíma
    eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.