Mánuður er síðan negld dekk urðu ólögleg í umferðinni hjá okkur. Lögreglan um land allt hefur haft góðan slaka í þessum málaflokki almennt á vorin og á það sama við í ár. Lengi er von á vorhretum sem eðlilegt er að taka tillit til.
Nú er samt svo komið að ekki er lengur hægt að líta fram hjá þeim sem enn eru á nagladekkjum, enda sól í heiði og maí langt genginn. Sumarið er komið og lang flestir farnir af nöglunum !
Lögreglan á Norðurlandi Eystra, hefst handa við sektaraðgerðir í dag 16. maí.
Ökumenn eru hvattir til að drífa sig og skipta nagladekkjunum út, enda sektin hvorki meiri né minni en kr. 20.000.- á hvert nagladekk eða kr. 80.000.- fyrir 4 nagladekk í akstri !