Löglegt tímabil fyrir nagladekk er frá 1. nóvember til 14. apríl ár hvert þannig að síðasti löglegi dagur nagladekkja er liðinn þetta vorið.

Sektir vegna notkunar nagladekkja utan leyfilegs tíma hækkuðu umtalsvert á síðasta ári, úr fimm þúsund krónum á dekk upp í 20 þúsund krónur.

Samkvæmt lögum eiga þeir ökumenn sem nota nagladekk eftir 15. apríl því að greiða 80 þúsund krónur í sekt ef allir fjórir hjólbarðar eru negldir.

Á bifreiðaverkstæðinu Bás á Siglufirði hefur verið líflegt í dekkjaskiptum undanfarið, að sögn Hilmars Þórs Zophoníassonar hafa bifreiðaeigendur verið duglegir að skipta nagladekkjunum út, en töluvert sé þó eftir.

Hilmar Þór Zophoníasson

 

Það er mikið að gera hjá starfsmönnum Báss við dekkjaskipti