Í dag á Hallfríður Nanna Franklínsdóttir eða Nanna Franklín eins og Siglfirðingar jafnan nefna hana, 103 ára afmæli. Hún fæddist 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu.
Nanna Franklínsdóttir dvelur nú á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði
Nanna hefur ætíð verið létt í lund, fylgist grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. Hún hefur svo sannarlega húmorinn á réttum stað og sagði Steingrímur Kristinsson einn góðan af henni þegar var haldið upp á 100 ára afmæðið hennar fyrir tveimur árum.
Þegar aldur Nönnu barst í tal þá nefndi Steingrímur að það væru einungis 18 ár þar til hann næði þessum stóráfanga. Nanna var þá fljót til svars og sagði, ég skal bíða og fagna með þér Steingrímur.
Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf. „Fá orð í fullri meiningu,“ er lífsmottóið
Sigurður Ægisson hefur ritað niður lífshlaup Nönnu og veitti okkur góðfúslegt leyfi til að vísa í það hér á vefsíðu, Siglfirðings.