Nú á dögunum fóru nemendur í öllum bekkjum með kennurum sínum yfir gátlista um neyslu og úrgang í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Þar kom ýmislegt í ljós sem betur mætti fara í báðum skólahúsum og ýmsar spurningar vöknuðu t.d. hjá þeim á yngra stiginu.

Það var því eðlilegt framhald hjá krökkunum í 3. bekk að fá viðtal hjá skólastjóranum til að ræða málin.

Þau spurðust fyrir um ræktun grænmetis á skólalóðinni, hvort að ekki mætti hafa markað og selja þau föt sem enginn vill gangast við og liggja jafnvel í óskilakörfu í lengri tíma og hvort hægt væri að nota klúta sem handþurrkur í stað pappírs inni í skólastofunum. Þessar tillögur þeirra eru gott innlegg í umræðuna um umhverfismál skólans í framtíðinni.