Nokkrir nemendur á starfsbraut Menntaskólans á Tröllaskaga hafa að undanförnu unnið með nærumhverfi sitt í Ólafsfirði.

Það var m.a. gert með því að fara í gönguferðir, taka ljósmyndir og rýna í kort til að átta sig á staðháttum og örnefnum.

Síðan var unnið með ljósmyndirnar og útlínur fjallahringsins teiknaður upp, örnefni sett inn og fræst í glært plexígler með laserskera.

Þannig er hægt að bera saman við fjöllin og sjá hvað þau heita. Þetta verkefni var unnið sameiginlega í náttúruvísindum og listum.

Hægt verður að sjá afraksturinn af þessu skemmtilega verkefni á haustsýningu skólans 14. desember. Á myndinni virða Kristinn Gígjar Egilsson og Sæbjörg Ágústsdóttir stuðningsfulltrúi fyrir sér fjöllin í Ólafsfirði.

Á myndinni eru: Kristinn og Sæbjörg, ljósmyndari SMH.

Af mtr.is