Nautahakkschili með cheddarskonsum
- 2 stórir laukar, hakkaðir
- ¼ bolli bragðlítil olía
- 1 msk hakkaður hvítlaukur
- 2 gulrætur, skornar í þunnar sneiðar
- 1,3 kg. nautahakk (2 góðir bakkar)
- 3 msk chili duft (dagsatt!)
- 1 msk cumin
- 2 msk paprikuduft
- 1 msk oregano
- 1 msk þurrkaðar chili piparflögur (red pepper flakes)
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 1 ¼ bolli vatn
- 1 ½ teningur nautakraftur
- 3 msk hvítvínsedik
- 1 dós nýrnabaunir
- 2 grænar paprikur, hakkaðar
Hitið olíu við vægan hita í stórri pönnu og steikið laukinn í 5-10 mínútur, eða þar til hann er mjúkur. Bætið hvítlauk og gulrótum á pönnuna og steikið áfram í 1 mínútu. Hækkið hitann upp í miðlungshita og bætið nautahakkinu á pönnuna. Brjótið hakkið í sundur og hrærið reglulega í á meðan það steikist, um 10 mínútur. Bætið chilidufti, cumin, paprikudufti, oregano og þurrkuðum chili piparflögum saman við og steikið áfram í aðra mínútu. Bætið niðursoðnum tómötum, vatni, teningi og hvítvínsediki á pönnuna og látið sjóða undir loki við vægan hita í 35-40 mínútur. Skolið nýrnabaunirnar vel og látið renna af þeim. Bætið nýrnabaununum á pönnuna ásamt papriku. Saltið og piprið eftir smekk og látið sjóða í 15 mínútur til viðbótar, eða þar til paprikan er orðin mjúk.
Cheddarskonsur
- 1 ½ bolli hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- 2 msk kalt smjör, skorið í litla bita
- 1 ½ bolli rifinn cheddar ostur
- 1 bolli sýrður rjómi
Hitið ofninn í 215°. Hrærið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti í stórri skál. Blandið smjörinu vel saman við með höndunum. Hrærið cheddarostinum og sýrða rjómanum saman við þar til blandan myndar klístrað deig. Fletjið deigið út á vel hveitistráðu borði svo það verði rúmur sentimeter á þykkt. Notið glas eða annað hringlaga form til að skera 6-8 hringi úr deginu, miðið við að hringirnir séu um 8 sentimetrar í þvermál. Setjið deighringina á bökunarpappírsklædda bökunarplötu og bakið í 15-17 mínútur, eða þar til skonsurnar eru gylltar á lit.
Ath. að ef þið viljið vinna á undan ykkur, t.d. fyrir matarboð, þá er hægt að útbúa skonsurnar og frysta þær óbakaðar. Það má síðan setja þær frosnar í ofninn en bætið þá 1-2 mínútum við bökunartímann.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit