Þátturinn Tónlistin verður eins og venjulega sendur út klukkan 13:00 til 14:00 í dag á FM Trölla og á trölli.is

Einnig verður þátturinn sendur út í mynd á twitch síðu FM Trölla.

Í þættinum eru spiluð nýlega útgefin lög. Flytjendur sem koma fram í þættinum í dag eru til dæmis Celebs og Diljá, Hrabbý, Rock-Paper-Sisters, Sigrid og fleiri og fleiri. Gamla lagið verður auðvitað á sínum stað, en það er ekki svo gamalt í þættinum í dag. Það var gefið út í október í fyrra.

Hlustið á þáttinn Tónlistin á FM Trölla klukka 13 til 14 í dag.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is