Fjórir nemendur skólans voru í landsliðinu í íshokkí sem keppti á heimsmeistaramóti leikmanna yngri en 20 ára sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta voru þeir Alex Máni Sveinsson, Arnar Helgi Kristjánsson, Helgi Þór Ívarsson og Uni Steinn Blöndal.

Okkar menn höfnuðu í fjórða sæti á mótinu; unnu kínverska Taipei 5-4 á fimmtudag völtuðu yfir Mexíkó á sunnudagskvöldið 7-0. Í þeim leik var Alex valinn maður íslenska liðsins og Helgi hélt hreinu í markinu.

Þess má geta að umsjónarkennari nemendanna, Birgitta Sigurðardóttir var sjálfboðaliði Íshokkísambandsins á mótinu. Hún fylgdist grannt með sínum mönnum og hvatti þá áfram í baráttunni. Við getum verið stolt af þessum glæsilegu hokkímönnum okkar.

Forsíðumynd: Fr.v. Helgi Þór Ívarsson, Arnar Helgi Kristjánsson, Alex Máni Sveinsson og Uni Steinn Blöndal.
Ljósm. BBS.