Félagsmiðstöðin Neon keppti um nýliðna helgi í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi Kópavogi.
Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Í fyrra vann félagsmiðstöðin Neon þessa keppni og í ár hneppti okkar lið 2. sætið.
Þemað að þessu sinni var The 90‘s.
Fyrir hönd Neons kepptu þær Halldóra Helga Sindradóttir, Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir og Ronja Helgadóttir sem einnig var módel liðsins. Þeim til halds og trausts í undirbúningi og keppni var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir kennari.
Frétt og mynd: af vef Fjallabyggðar