Félagsmiðstöðin Neon keppti um nýliðna helgi í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi Kópavogi.

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Í fyrra vann félagsmiðstöðin Neon þessa keppni og í ár hneppti okkar lið 2. sætið.

Þemað að þessu sinni var The 90­‘s.

Fyrir hönd Neons kepptu þær Halldóra Helga Sindradóttir, Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir og Ronja Helgadóttir sem einnig var módel liðsins. Þeim til halds og trausts í undirbúningi og keppni var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir kennari.

 

Halldóra Helga Sindradóttir, Ronja Helgadóttir og Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir

 

Frétt og mynd: af vef Fjallabyggðar