Norður Atlantshafið í hæstu hita hæðum, en skilar sér lítt eða ekki til okkar þessa dagana segir Einar Sveinbjörnsson á vefsíðunni Blika.is.
Þessar myndir voru gerðar og birtar fyrr í vikunni. Á þeirri fyrri er rauða línan daglegur yfirborðshiti í Atlantshafinu á milli miðbaugs og 60°N . Undanfarna daga hefur hann farið hækkandi!
Á þeirri seinni er hitafrávikið 22. september innan þessa svæðii sem er til viðmiðunar.
Í sumarbyrjun var því spáð að fellibyljatíðin á Atlantshafinu yrði með líflegasta móti. Sú spá hefur ekki ræst og ýmsar skýringar á lofti. Nefni fellibyljina, því þeir flytja hvað rösklegast varma eða hita úr sjónum til lofthjúpsins.
Hefðu þeir myndast fleiri væri hitinn markverg lægri nú að áliðnum september sunnan 20-25°Nbr. Hitafrávikin norðar standa hins vegar alveg fyrir sínu!
Við Ísland skiptir sjávarhiti í suðri engu málið á meðan hér blása þrálátir N-vindar. En snúist vil S- eða SV-átta á næstu vikum snýst dæmið við. Hvað segja þá spárnar? N-átt af einhverjum toga í næstu viku, en hægir vindar með háþrýstisvæði í vikunni þar á eftir.
Kannski með þeirri hæð, seinni “góði kaflinn” þetta haustið??
Aðstreymi lofts frá hlýju hafsvæðunum í suðri er hinsvegar greinilega langstóttara í veðurlagsspánum fram undir miðjan október.