Föstudaginn 25. janúar fer fram söngkeppnin NorðurOrg.

Um er að ræða forkeppni fyrir Samfés keppnina sem fram fer í Laugardalshöll í mars, en NorðurOrg verður að þessu sinni í íþróttahúsinu Ólafsfirði. Keppnin er aðeins opin meðlimum félagsmiðstöðvanna.

NorðurOrg er keppni milli félagsmiðstöðva á Norðulandi og þátttakendur eru 8. til 10. bekkjar unglingar í félagsmiðstöðvum viðkomandi sveitarfélaga.

Keppnin hefst kl. 19 og lýkur með balli sem stendur til kl. 23.

FM Trölli mun senda út beint frá keppninni.

Upplýsingar um stóru Samfés keppnina má finna á samfes.is en þar segir meðal annars:

Samfés eru frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi • Samfés hafa lög þar sem hlutverk, tilgangur og markmið eru skilgreind • Samtökin eru rekin af sjálfsaflafé og aðildargjöldum • Umsókn um aðild að samtökunum er frjáls • Aðild er háð samþykki aðalfundar • Aðildarfélagar Samfés eru 118 á landsvísu.

 

Mynd: samfes.is