Tekið var fyrir erindi íbúa við Hólaveg í Skipulags- og byggingarnefnd 16.01.2019 um að fá að hafa ruslatunnur staðsettar á gangstétt.

Nefndin hafnaði erindinu og sagði að staðsetning ruslatunna þurfi að vera innan lóðarmarka, ekki er heimilt að hafa ruslatunnur á gangstétt þar sem þær skerða aðgengi gangandi vegfarenda.