Þær breytingar voru gerðar nú um áramót að dreifingu og notkun ferjumiða til lögheimilisíbúa í Hrísey hefur verið hætt.
Akureyrarbær og Almenningssamgöngur hafa unnið að því í sameiningu að finna aðrar hagkvæmari og umhverfisvænni lausnir. Framvegis verður fjöldi íbúa í hverri ferð talinn og skráður beint inn í rafrænt kerfi.
Verklag helst óbreytt fyrir þau sem eru með afsláttarmiða og þau sem kaupa stakar ferðir.
Það verða viðbrigði fyrir bæði eyjarskeggja og starfsfólk ferju við þessar breytingar og eru farþegar beðnir um að sýna skilning og kurteisi ef óskað er eftir staðfestingu á lögheimili eða nafni.



